spot_img
HomeFréttirSkallagrímsmenn semja við Kosova

Skallagrímsmenn semja við Kosova

21:20

{mosimage}

Eins og lesendum karfan.is ætti að vera ljóst hafa Skallagrímsmenn orðið fyrir mikill blóðtöku undanfarið en bæði Axel Kárason og Milojica Zekovic eru báðir meiddir. Skallagrímsmenn hafa því brugðið á það ráð að leita liðsauka og hafa samið við Kosovann Florian Miftari.

Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms sagði þó í samtali við karfan.is að ekki væri ljóst hvenær tækist að koma leikmanninnum til Íslands.

Miftari þessi er 204 cm hár, 25 ára og hefur leikið undanfarið með MZT Skopje í Makedóníu. Hann lék einnig um tíma með Sigal Prishtina en þar léku m.a. með honum Samir Shaptahovic sem leikur með Tindastól og Edmund Azemi sem lék með KR í fyrra. Þessir tveir ásamt Anthony Drejaj sem leikur með Fjölni hafa allir verið að leika með landsliði Kosovo sem hefur leikið æfingaleiki undanfarin ár en eins og flestir vita er Kosovo hluti af Serbíu og standa Kosovar í frelsibaráttu, vilja slíta sig frá Serbíu.

Þeir Miftari og Samir léku með albanska landsliðinu í Evrópukeppninni haustið 2006.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -