08:32:35
{mosimage}
Skallagrímsmenn eru enn að púsla saman liði sínu eftir hremmingar krónunnar nú á haustmánuðum. Þeir hafa aðeins unnið einn leik í vetur, bikarleik gegn Laugdælum og leita nú allra leiða til að koma liðinu af fallsvæði. Á morgun mun þeim bætast liðsauki þegar Bandaríkjamaðurinn Landon Quick á að mæta á svæðið en jafnframt mun Miroslav Andonov halda heim á leið.
Landon þessi er 23 ára gamall bakvörður og lék með High Point háskólanum og útskrifaðist þaðan 2007. Hann skoraði 5,5 stig að meðaltali í leik og gaf 3,1 stoðsendingu.
Samkvæmt heimasíðu Skallagríms er vonast til að hann verði klár í bikarleikinn gegn Val á fimmtudag.
Mynd: www.gettyimages.com



