spot_img
HomeFréttirSkagasigur

Skagasigur

18:17

{mosimage}
(Sigurður Gíslason skoraði 22 stig fyrir Leikni)

Í gærkvöldi fór fram leikur ÍA og Leiknis frá Reykjavík í 2. deild karla. ÍA leiddi mest allan tímann og hafði að lokum sigur 75-66 stigahæstur hjá heimamönnum var Dagur Þórissonmeð 17 stig og hjá Leikni skoraði Sigurður Gíslason 22 stig.

Í fyrsta leikhluta náðu heimamenn góðu forskoti og leiddu 20-10. Sóknarleikur gestanna var ekki glæsilegur enda 10 stig á töflunni eftir tíu mínútur ekkert alltof merkilegur árangur. Leiknismenn náðu að minnka muninn fyrir leikhlé og komast yfir og fóru þeir með eins stigs forystu í hálfleikshléið 33-34.

Í seinni hálfleik náðu Skagamenn að komast yfir og auka muninn jafnt og þétt og höfðu að lokum níu stiga sigur 75-66.

Stigahæstur hjá ÍA var Dagur Þórisson með 17 stig, Hörður Nikulásson skoraði 16 stig og J´n Þór Þórðarson setti 15 stig allt úr þriggja-stiga skotum.

Í liði Leiknis var Sigurður Gíslason með 22 stig, Einar Árnason skoraði 16 og Hallgrímur Tómasson var með 11 stig.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -