spot_img
HomeFréttirSkagamenn unnu nýliðaslaginn í Röstinni

Skagamenn unnu nýliðaslaginn í Röstinni

Á föstudag mættust nýliðarnir í 1.deildinn og er ekki hægt að segja annað en að um hörkuleik var að ræða. Byrjunarliðin voru hjá ÍG, Haraldur,Hilmar,Guðmundur,Helgi og Eggert en hjá ÍA voru Áskell,Sigurður,Terrence, Ómar og Hörður.
Skagamenn virtust í byrjun vera mættir í þennan slag, því heimamenn voru eitthvað þreitulegir að sjá allavega til að byrja með,kannski hefur leikurinn frá því á miðvikudaginn setið í þeim, því ÍG skoruðu aðeins 11 stig í fyrsta leikhluta gegn 18 frá gestunum.
 
Annar leikhluti var einnig Skagamanna,því hörmungar heimamanna héldu áfram þó hittnin væri eitthvað að skána.
 
Staðan í hálfleik var 28-45 fyrir ÍA og útlitið heldur svart hjá heimamönnum.
 
 
En hálfleiksræða Björns Steinars hefur eitthvað haft að segja fyrir lið ÍG því um miðjan 4.leikhluta voru þeir búnir að jafna leikinn og útlit fyrir spennandi lokakafla, en Skagamenn náðu að halda haus og það virtist sem það hafi farið aðeins of mikið púður í þetta hjá ÍG að jafna og kláruðu Skagamenn þetta með 12 stigum í lokinn,72-84
 
 
Stigahæstir hjá ÍG voru,Halli 17 stig,Hilmar 15,Bergvin 14 og 10 fráköst,Gummi Braga 9 stig og 29 fráköst!!!
 
Stigahæstir hjá ÍA voru,Terrence 25 stig 15 fráköst,Sigurður 13 stig og 12 fráköst,Áskell og Hörður 12 stig hvor.
 
 
Mynd/ Úr safni – Terrence Watson var stigahæstur Skagamanna á föstudag.
Umfjöllun/ DAF
   
Fréttir
- Auglýsing -