spot_img
HomeFréttirSjöunda tvenna Hildar og Rio Grande í undanúrslit

Sjöunda tvenna Hildar og Rio Grande í undanúrslit

Hildur Björg Kjartansdóttir landaði sinni sjöundu tvennu á tímabalinu í nótt þegar Rio Grande Valley komst í undanúrslitu WAC-riðilsins með 60-52 sigri á Chicago State University.

Hildur Björg gerði 12 stig og tók 16 fráköst á þeim 37 mínútum sem hún lék fyrir Rio Grande. Undanúrslitaleikurinn verður gegn CSU Bakersfield annað kvöld. Það lið sem vinnur WAC-riðilinn kemst í March Madness og hefur leik í 64 liða úrslitum NCAA háskólakeppninnar en til þess að ná þangað þurfa Hildur og félagar að vinna tvo leiki til viðbótar.

Fréttir
- Auglýsing -