Sjötti maðurinn mættur aftur og fullskipaðir! Farið var ítarlega yfir seríu Tindastóls og Stjörnunnar. Rætt um bonus spjallið og Grísku bræðurna, sömuleiðis “gömlu” kallana í Stjörnunni og Silfurskeiðina.
Einnig var tekin umræða um úrslitaeinvígið kvenna megin en sú sería er hrikalega spennandi. Sömuleiðis ræddum við oddaleik Ármanns og Hamars þar sem Ármenningar tryggðu sig upp í deild þeirra bestu. NBA horn, Euroleague horn og endalaust af veislu.
Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.
Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils