spot_img
HomeFréttirSjóðheitir Svartfellingar í Höllinni

Sjóðheitir Svartfellingar í Höllinni

Nú er hálfleikur í úrslitaviðureign Íslands og Svartfjallalands á Smáþjóðaleikunum en gestirnir frá Svartfjallalandi hafa verið sjóðheitir þennan fyrri hálfleikinn og sett niður alls 12 þrista í 22 tilraunum! Staðan er 41-61 Svartfellingum í vil þar sem Milutin Dukanovic er með 12 stig en hjá Íslandi er Logi Gunnarsson stigahæstur einnig með 12 stig.

Íslenska vörnin þarf heldur betur að gyrða sig í brók, færsla döpur á mönnum og Svartfellingar annað hvort hreyfa boltann einkar vel og fá gott þriggja stiga skot eða þeir valsa í gegnum teiginn. Sjáum hvað síðari hálfleikur hefur í för með sér…

 

Mynd/ [email protected] – Öll sund lokuð þegar Martin Hermannsson keyrir upp að körfu Svartfellinga í fyrri hálfleik.

 

Fréttir
- Auglýsing -