Seinna undanúrslitaeinvígi Dominos deildar karla fer af stað í kvöld þegar að deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti KR í Blue Höllinni kl. 20:15.
Í deildarkeppni vetrarins enduðu Keflavík í efsta sætinu með 20 sigra og aðeins 2 tapaða á meðan að KR var í 5. sætinu með 12 sigra og 10 töp.
Í átta liða úrslitum sópaði Keflavík liði Tindastóls í sumarfrí 3-0, en KR vann granna sína úr Val í oddaleik, 3-2.
Liðin hafa í tvígang mæst áður á tímabilinu og hafði Keflavík sigur í bæði skiptin. Fyrri leikinn vann Keflavík í Vesturbænum með 24 stigum í febrúar, en þann seinni er var í Keflavík í maí unnu þeir með 8 stigum.
Leikur dagsins
Dominos deild karla:
Keflavík KR – kl. 20:15



