spot_img
HomeFréttirSjö stiga ósigur í Skopje

Sjö stiga ósigur í Skopje

Undir 16 ára drengjalið Íslands er komið til Skopje í Makedóníu þar sem þeir munu leika á Evrópumóti næstu daga.

Í dag mátti liðið þola tap gegn Danmörku í spennandi leik, 72-79. Leikurinn var sá annar sem liðið leikur á móti þessa árs, en í sínum fyrsta leik laut liðið í lægra haldi gegn Króatíu í gær.

Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Steinar Rafnarson með 20 stig. Þá skilaði Gabríel Kazlauskas 12 stigum og Kormákur Jack 11 stigum.

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er á morgun laugardag gegn Úkraínu.

Fréttir
- Auglýsing -