spot_img
HomeFréttirSjö NBA leikmenn í landliðshóp Frakka fyrir Eurobasket

Sjö NBA leikmenn í landliðshóp Frakka fyrir Eurobasket

Franska körfuboltasambandið tilkynnti í gær stóran landsliðshóp en í hópnum eru 37 leikmenn sem hafa skuldbundið sig franska landsliðinu til og með Ólympíuleikanna 2020. 

 

Auk þess mun þessi hópur leika á Eurobasket 2017 og heimsmeistaramótinu árið 2019. Í þessum 32. manna hópi eru átta NBA leikmenn og fimm leikmenn sem eru í stórum liðum í Evrópu. Stærsti hluti hópsins leikur þó í Frönsku Pro A deildinni eða 15 talsins. 

 

 

Stærstu nöfnin í hópnum eru leikmenn Utah Jazz þeir Rody Gobert og Boris Diaw en Nicolas Batum er í hópnum en hann hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér fyrir Eurobasket. Evan Fournier leikmaður Orlando er aftur í hópnum eftir að hafa verið fyrir utan hann á síðustu Ólympíuleikum. Yngsti leikmaður liðsins er Frank Ntilikina leikmaður Strassbourg en hann er fæddur árið 1998. Ntilikina hefur gefið kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar í sumarið og er númer tíu þar samkvæmt DraftExpress.com. 

 

Allir leikmenn þurfa að skrifa undir plagg þar sem þeir gefa út að þeir gefi sig alla í verkefni landsliðsins til og sýni þar með metnað til að ná árangri bæði í Evrópu og heimsvísu. 

 

Allan hópinn má sjá hér að neðan:

 

Andrew Albicy

Nicolas Batum Rodrigue Beaubois Nobel Boungou-Colo Axel Bouteille
Ousmane Camara Fabien Causeur Nando De Colo Boris Diaw Antoine Diot
Moustapha Fall Evan Fournier Rudy Gobert Thomas Heurtel Edwin Jackson
Mouhammadou Jaiteh Livio Jean-Charles Axel Julien Alpha Kaba Charles Kahudi
Louis Labeyrie Paul Lacombe Nicolas Lang Joffrey Lauvergne Jeremy Leloup
Mathias Lessort Timothe Luwawu-Cabarrot Amath M'Baye Adrien Moerman Frank Ntilikina
Yakuba Ouattara Vincent Poirier Kevin Seraphin Kim Tillie Axel Toupane
Leo Westerman Guerschon Yabusele      

 

 

 

 

Heimild: Fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -