Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Grindvíkingurinn Ármann Vilbergsson og Valsarinn Steinar Aronsson. Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Leikmannahópar liða Bónus deildar karla eru mikið til umræðu í þættinum og er þar að finna uppfærðan lista leikmanna sem Run and Gun vill sjá lið deildarinnar losa sig við.
Þá er setur þáttarstjórnandinn Máté Dalmay fram nokkur hot teik í þættinum og fær þann Slæma og Manna Vill til að gefa sína skoðun á þeim. Teikin má sjá hér fyrir neða og er umræðuna að finna í þættinum, en eins og sjá má telja þeir ágætis líkur á að það verði hneyksli í Grindavík, en gefa lítið fyrir að þeim verði sópað í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.




