09:45
{mosimage}
(Hópurinn sem skrifaði undir)
Fyrstu deildar lið KFÍ hefur samið við sjö leikmenn fyrir næsta tímabil en frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ. Borce Ilievskij, þjálfari KFÍ, segir á KFÍ.is að hann sé ánægður að styrkja og stækka leikmannahóp sinn.
Þeir sem skrifuðu undir samninga voru Hermann Óskar Hermannsson, Stefán Diego Garcia og Sævar Þór Vignisson. Þeir eru allir að koma upp úr 10. flokki og skrifuðu undir tveggja ára samninga. Helgi Dan Stefánsson(23 ára), Gunnlaugur Gunnlaugsson(19 ára) og Daníel Þór Midgley(20 ára) gerðu eins árs samning en þeir eru að taka fram sókna á ný eftir smá hlé. Svo gerði fyrirliðinn Þórir Guðmundsson nýjan eins árs samning.
KFÍ lenti í 6. sæti í 1. deild karla í vetur og missti af úrslitakeppninni. Vann átta leiki og tapaði 10.
Mynd: www.kfi.is



