spot_img
HomeFréttirSjö í röð hjá Fjölni

Sjö í röð hjá Fjölni

Fjölnismenn unnu sinn sjöunda deildarleik í röð þegar Grafarvogsliðið skellti Skallagrím 72-92 í Borgarnesi. Fjölnir hefur nú tekið sér sæti á toppi 1. deildar með 16 stig.

Fimm liðsmenn Fjölnis voru með 10 stig eða meira í leiknum en þeirra atkvæðamestur var Róbert Sigurðsson með 21 stig og 6 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Jean Rony Cadet stigahæstur með 24 stig, 17 fráköst og 4 stoðsendingar. Hamid Dicko lék sinn fyrsta leik fyrir Skallana í kvöld en honum tókst ekki að skora á þessum fyrstu fimmtán mínútum sínum í liði Borgnesinga.

Tölfræði leiksins

Ómar Örn Ragnarsson setti saman meðfylgjandi myndasafn frá viðureign liðanna í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -