spot_img
HomeFréttirSjö í röð hjá Barcelona

Sjö í röð hjá Barcelona

 
Sjöundu umferð Euroleagu lauk í kvöld þar sem Regal Barcelona vann sinn sjöunda sigur í röð í riðlakeppninni og er áfram eina ósigraða liðið í Euroleague. Barcelona mættti Cibona á útivelli í kvöld og hafði betur 66-80. Juan Carlos Navarro var atkvæðamestur í liði Barcelona með 20 stig og 5 stoðsendingar.
Jamont Gordon var stigahæstur í liði Cibona með 19 stig og 7 fráköst.
 
Ítalska liðið Lottomatica Roma, sem Jón Arnór Stefánsson lék með á sínum tíma, mátti þola stórt tap í kvöld í C-riðli 57-72 gegn CSKA Moskvu.
 
 
Ljósmynd/ Juan Carlos Navarro var stigahæstur í liði Barcelona í kvöld með 20 stig.
Fréttir
- Auglýsing -