Það þótti ekkert tiltökumál að leikmenn NBA deildarinnar tækju ömmuskot af vítalínunni fyrir nokkrum áratugum. Leikmenn eins og Rick Barry og Wilt Chamberlain nýttu sér stílinn og voru bara með hina ágætustu nýtingu af gjafalínunni. Með tilkomu stórra manna í NBA deildina (fyrst með Shaquille O´Neal og nú síðast leikmönnum eins og Andre Drummond og DeAndre Jordan) sem að geta ekki skotið vítaskotum hefur umræðan um það hvort að þeir ættu að láta reyna á ömmuskotin orðið æ háværri. Þangað til að í gær, leikmaður Houston Rockets, Chinanu Onuaku nýtti sér stílinn í æfingaleik gegn New Orleans Pelicans. Spurningin er bara, eiga aðrir stórir menn sem geta ekki skotið vítaskotum eðlilega eftir að fylgja hans fordæmi, gefast upp og endurnýja lífdaga ömmuskotsins.
Hérna er Onuaku:
Hérna er Wilt Chamberlain á línunni:
Hérna er Rick Barry að útskýra: