spot_img
HomeFréttirSjáðu tvær flottar stoðsendingar Jóns Axels gegn Trail Blazers - Annar sigur...

Sjáðu tvær flottar stoðsendingar Jóns Axels gegn Trail Blazers – Annar sigur Suns í sumardeildinni

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og Phoenix Suns lögðu Portland Trail Blazers í sumardeild NBA deildarinnar í nótt í Las Vegas, 70-79.

Á tæpum 17 mínútum spiluðum skilaði Jón 4 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Jón var bæði stoðsendingahæstur og með flesta stolna bolta í liði Suns í leiknum, en hér fyrir neðan má sjá tvær glæsilegar stoðsendingar hans úr leiknum.

Tölfræði leiks

Það er stutt á milli leikja hjá Suns þetta skiptið í sumardeildinni, en næst leika þeir gegn Cleveland Cavaliers kl. 22:00 að íslenskum tíma á morgun mánudag.

Fréttir
- Auglýsing -