spot_img
HomeFréttirSjáðu stórkostlega miðjukörfu Jóns Axels - Fyrsta þrennan frá árinu 1973

Sjáðu stórkostlega miðjukörfu Jóns Axels – Fyrsta þrennan frá árinu 1973

Davidson, lið Jóns Axels Guðmundssonar, fór með sigur af hólmi gegn Rhode Island í nótt í bandarísk háskólaboltanum með 9 stigum, 75-66.

Jón Axel atkvæðamestur sinna manna í sigrinum. Skilaði laglegri þrennu, 20 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Mun þrennan vera sú fyrsta sem leikmaður setur fyrir liðið síðan árið 1973. Þá var það leikmaður að nafni John Falconi sem setti 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Stigasamsetning Jóns áhugaverð í leiknum. Þar sem að allar körfur hans af vellinum voru þriggja stiga körfur. Þá komst hann í heil 15 skipti á vítalínuna, þar sem hann setti niður 11 skot.

Davidson er sem stendur með 74.1% sigurhlutfall í öðru sæti Atlantic 10 deildarinnar. Aðeins hálfum sigurleik fyrir aftan VCU Rams, sem eru í efsta sætinu.

Hérna er ein ótrúleg karfa sem hann setti í leiknum:

https://twitter.com/bjarnims/status/1099204826209099787

Fréttir
- Auglýsing -