spot_img
HomeFréttirSjáðu sigurkörfu Kóngsins í Cleveland

Sjáðu sigurkörfu Kóngsins í Cleveland

 

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitkeppni NBA deildarinnar í nótt.

 

Boston Celtics lögðu heimamenn í Philadelphia 76ers í þriðja skiptið í röð í einvígi liðanna. Celtics þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast í undanúrslitin. Joel Embiid atkvæðamestur í liði heimamanna með 22 stig og 19 fráköst á meðan að Jayson Tatum dróg vagninn fyrir Celtics með 24 stigum og 5 fráköstum.

 

Nokkuð óheppilegt atvik átti sér stað þegar að starfsmenn hallarinnar í Philadelphia sprengdu confetti yfir alla áhorfendur eftir að Marco Bellinelli hafði tryggt þeim framlengingu:

 

 

 

Þá sigraði Cleveland Cavaliers lið Toronto Raptors einnig í þriðja skiptið í röð í einvígi liðanna og líkt og Celtics þurf þeir nú aðeins einn sigur í viðbót til þess að fara í undanúrslitin. Kyle Lowry atkvæðamestur gestanna frá Toronto með 27 stig og 7 stoðsendingar á meðan að LeBron James lék á alls oddi fyrir heimamenn, 38 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.

 

Sigurkarfa James og viðbrögðin eftir leik:

 

 

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Boston Celtics 101 – 98 Philadelphia 76ers

(Celtics leiða 3-0)

 

Toronto Raptors 103 – 105 Cleveland Cavaliers 

(Cavaliers leiða 3-0)

 

 

Það helsta úr leikjunum:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -