Lokamóti EuroBasket 2025 lauk í gær með úrslitaleik og leik um þriðja sæti mótsins.
Var það Þýskaland sem vann mótið með sigri gegn Tyrklandi í æsispennandi úrslitaleik. Tyrkland var því í öðru sætinu, en svo vann Grikkland lið Finnlands í leik um þriðja sætið.
Líkt og áður hafði komið fram endaði Ísland í 22. sæti mótsins, en það ku vera besti árangur liðsins frá upphafi.
Hér fyrir neðan má sjá lokaniðurstöðu lokamóts EuroBasket 2025.



