spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSjáðu brot af því besta úr frábærum leik Martins gegn Real Madrid

Sjáðu brot af því besta úr frábærum leik Martins gegn Real Madrid

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Real Madrid í ACB deildinni á Spáni, 79-93.

Það sem af er tímabili hefur Valencia unnið tvo leiki, en tapað þremur og sitja í 11. sæti deildarinnar.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði Martin 20 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum, en hann var framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum.

Háu ljós Martins úr leiknum:

Næsti leikur Valencia í deildinni er komandi laugardag 16. október gegn Burgos.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -