Byrjun tímabilsins hjá Philadelphia 76ers í NBA þessa vertíðina er svo slæm að hún er farin að skora hátt í vafasömum metabókum. Sixers hafa tapað 16 fyrstu leikjunum sínum á tímabilinu sem er þriðja versta byrjun í sögu NBA deildarinnar.
New Jersey Nets eru methafarnir en 2009 hófu þeir vertíðina á 18 tapleikjum í röð! Í öðru sæti koma svo LA Clippers með 17 tapleiki í röð í upphafi leiktíðar 1999 ásamt Miami Heat sem léku sama leikinn 1988.
Næsti tapleikur kemur Sixers upp í annað sætið, tveir tapleikir til viðbótar jafna metið og ef næstu þrír tapast hjá liðinu þá verða þeir nýjir methafar.