spot_img
HomeFréttirSISU meistarar - Hrannar þjálfari ársins

SISU meistarar – Hrannar þjálfari ársins

Kvennalið SISU er Danmerkurmeistari fjórða árið í röð og Hrannar Hólm þjálfari liðsins var einnig útnefndur þjálfari ársins. Árangur Hrannars með SISU hefur verið stórkostlegur síðustu ár en liðið er að vinna tvöfalt, Danmerkurmeistari og bikarmeistari, fjórða árið í röð.
 
 
SISU lék til úrslita gegn Stevnsgade þar sem þriðja og síðasta leiknum lauk með 71-56 sigri SISU. Liðið hefur verið ósnertanlegt í Danmörku síðustu ár og m.a. tekið þátt í Evrópukeppnum.
 
Mynd/ Sigurlið SISU 2014 og Hrannar við það að lenda í kampavínssturtu.
  
Fréttir
- Auglýsing -