spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSindri semur við Simun Kovac

Sindri semur við Simun Kovac

Sindri er á fullu þessa dagana að semja við menn fyrir komandi átök í 1. deild karla. Liðið sem náði frábærum árangri í fyrra er nú stýrt af Israel Martin og má búast við þeim öflugum í ár. Í dag var tilkynnt að liðið hefði náð samningum við hinn Bosníska Simun Kovac.

Tilkynningu Sindra má finna hér að neðan:

Fyrstur í röðinni er Simun Kovac. Fæddur 1996 í Bosníu en er með Króatískt vegabréf. Simun er 203 cm hár og spilar stöðu miðherja. Hann útskrifaðist frá Concort háskólanum í Bandaríkjunum árið 2019 þar sem hann var með 10 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu í leik á sínu síðasta ári. Eftir það fór hann til Spánar þar sem hann spilaði með Betanzos í EBA deildinni. Þar var hann með 13 stig, 12 fráköst og 1 stoðsendingu í leik.

Á síðasta ári lék hann svo með Speyer í Pro B deildinni í þýskalandi þar sem hann kláraði tímabilið með 9 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu á 20 mínútum spiluðum. Eins og sjá má út frá tölfræði Simun er hann mikill frákastari sem skilar sínum stigum í kringum körfuna með góðri nýtingu. Hann er kraftmikill og góður varnarmaður sem mun þétta teiginn vel hjá okkur næsta vetur.

Simun hafði þetta að segja eftir að hafa skrifað undir samninginn “I´m ready to go to work with the team and extreamly thankfull for the opportunity!” Við bjóðum Simun hjartanlega velkominn í hópinn og hlökkum til að sjá hann á fjölum Ice Lagoon hallarinnar í haust!

Fréttir
- Auglýsing -