spot_img
HomeBikarkeppniSindri kom á óvart og lagði úrvalsdeildarlið Vestra í 16 liða úrslitum...

Sindri kom á óvart og lagði úrvalsdeildarlið Vestra í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar – Mæta ÍR á sunnudaginn

Sindri lagði heimamenn í Vestra í kvöld í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 71-95. Þeir eru því komnir áfram í 8 liða úrslitin þar sem þeir munu taka á móti ÍR á Höfn komandi sunnudag á meðan að Vestri er úr leik þetta árið.

Sigur Sindra verður að teljast nokkuð sterkur þar sem að þeir eru í fyrstu deildinni á meðan að Vestri er deild ofar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Leikmenn Sindra mættu virkilega klárir til leiks í kvöld. Leiddu með 25 stigum eftir fyrsta leikhluta, 7-32. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Vestri þó aðeins áttum, en munurinn þó 29 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 26-55.

Í seinni hálfleiknum er svo hægt að segja að gestirnir frá Höfn hafi gert það sem þurfti til að vinna leikinn. Engin flugeldasýning líkt og í upphafi leiks, en sigra að lokum nokkuð örugglega með 24 stigum, 71-95.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Þá bætti Arnaldur Grímsson við 20 stigum.

Fyrir gestina frá Höfn var það Anders Adersteg sem dró vagninn með 18 stigum og 10 fráköstum og þá bætti Gísli Þórarinn Hallsson við 20 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Líkt og tekið var fram er viðureign Sindra í 8 liða úrslitunum komandi sunnudag á Höfn í Hornafirði gegn öðru úrvalsdeildarfélagi, ÍR. 

Tölfræði leiks

Hérna eru önnur úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -