spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSindri Davíðsson og Guðjón Sigurðarson til Álftaness

Sindri Davíðsson og Guðjón Sigurðarson til Álftaness

Nýliðar 1. deildarinnar, Álftanes, hafa fengið til liðs við sig Sindra Davíðsson og Guðjón Hlyn Sigurðarson auk þess sem Jón Ólafur Magnússon framlengdi samning sinn við félagið.

Sindri, sem er 27 ára gamall bakvörður, hefur leikið stærstan hluta ferils síns hjá uppeldisfélagi sínu, Þór Akureyri, en hann lék einnig eitt tímabil með Snæfelli veturinn 2014-15. Mest hefur hann skorað 12,8 að meðaltali í leik en það var með Þór í 1. deildinni veturinn 2013-2014. Hann lék 4 leiki með Þór á síðasta tímabili áður en félagið sagði upp samningi sínum við hann í nóvember.

Guðjón Hlynur kemur frá Breiðablik og er tvítugur bakvörður. Hann lék síðast með Breiðablik í 1. deildinni 2017-2018 en hefur einnig leikið með Ármanni.

Bakvörðurinn Jón Ólafur Magnússon framlengdi á sama tíma leikmannasamning sinn við liðið, en hann var lykilleikmaður hjá félaginu á síðasta tímabili. Jón Ólafur er uppalinn á Álftanesi en hefur lengst af leikið með Haukum.

Fréttir
- Auglýsing -