spot_img
HomeFréttirSilver Stars leika til úrslita í fyrsta sinn

Silver Stars leika til úrslita í fyrsta sinn

10:20
{mosimage}

(Becky Hammon átti stórleik í nótt fyrir Silver Stars)

San Antonio Silver Stars eru komnar í úrslit WNBA deildarinnar eftir 2-1 sigur á Los Angeles Sparks í úrslitum Vesturstrandarinnar. Silver Stars lögðu Sparks í oddaleik liðanna 76-72 í AT&T Center í San Antonio og komust því áfram.

Becky Hammon fór á kostum í liði Silver Stars í nótt er hún sallaði niður 35 stigum, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Silver Stars munu annað hvort mæta New York Liberty eða Detroit Shock í úrslitum um WNBA titilinn en staðan í einvígi Liberty og Shock er 1-1. Þriðji og síðasti leikur liðanna fer fram í nótt á heimavelli Detroit Liberty en það lið sem vinnur leikur til úrslita gegn Silver Stars.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -