spot_img
HomeFréttirSilly Season

Silly Season

 
Kæra körfuknattleiksfólk nær og fjær
 
Ég er hugsi. Því þannig er mál með vexti að þegar við Akureyrar Þórsarar vorum í úrslitakeppni 1. deildar í fyrra, þá voru nokkur úrvalsdeildarlið og áhugasamir þjálfarar þegar byrjaðir að hafa samband beint við leikmenn mína og reynt var að “lokka” þá til sín frá okkur fyrir næsta tímabil. Þrátt fyrir að við stæðum í miðri úrslitakeppni (sem n.b. tekur ekki meira en 1-2 vikur). Mér fannst þetta mjög óþægilegt, enda að gera mitt besta við að láta leikmenn mína einbeita sér að “núinu” en ekki næsta tímabili. Við enduðum í 5. sæti 1. deildar í fyrra, svo ég get rétt ímyndað mér ástandið hjá öðrum leikmönnum í betri liðum.
 
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta nú, er vegna þess að þetta áhugaverða “silly season” virðist strax vera að fara í gang aftur og eru utanaðkomandi lið þegar farin að bera víurnar í leikmenn hjá mér. Algjör óþarfi er að nefna nöfn enda ættu viðkomandi að vita upp á sig skömmina.
Það fór svo reyndar þannig að lokum að enginn leikmanna minna fór frá liðinu af þessum sökum, hafa þeir eflaust fundið viðvaningslyktina langar leiðar. Ég vona að við látum þessi óvönduðu vinnubrögð vera og verðum hvorki okkur né hreyfingunni til skammar.
 
Nú nálgast hin heilaga körfuboltahátíð, þ.e. Euroleage, March madness, úrslitakeppninnar hér heima og þegar þeim lýkur tekur sjálf úrslitakeppni NBA við! Þetta er besti tími ársins og því rétti tíminn til að gleðjast og lofsyngja okkar frábæru íþrótt!
 
Fréttir
- Auglýsing -