spot_img
HomeFréttirSilfur hjá U15 drengja

Silfur hjá U15 drengja

Strákarnir í U-15 ára liðinu höfnuðu í 2 sæti á Copenhagen Invitational mótinu eftir tap gegn Berlín í úrslitaleik mótsins 83-59 í gær. Tveir leikmenn frá Íslandi voru valdir í úrvalslið mótsins.

Úrslitaleikur mótsins hófst með miklum látum hjá Berlín þar sem þeir komust í 14-1 strax í upphafi en þeir hafa á að skipa gríðalega sterku og hávöxnu liði og sem dæmi voru tveir af leikmönnum þeirra yfir 205cm á hæð. Verkefnið var því ærið frá uppafi ætlaði liðið sér að vinna þá.  Þeir komust eins og fyrr segir í þægilega forystu í byrjun, fengu mikið af opnum skotum eftir laglega spilamennsku. Við náðum þó aðeins að jafna okkur úr rotinu og minkunðum muninn í mest 4 stig í 1.leikhluta.  Þýskararnir skelltu þá bara í lás aftur og náðu þægilegu forskoti sem þeir héldu út allan leikinn.  

Íslensku strákarnir börðust eins og ljón og veittu þeim þýsku engan afslátt af neinu.  Þeir voru þó bara betri að þessu sinni og unnu verðskuldaðan sannfærandi sigur. Strákarnir geta borið höfuðið hátt eftir þessa keppni og stóðu sig með prýði. Þeir styrktust með hverjum leiknum og gaman var að sjá á köflum til þeirra, samheldni og vinnusemi einkenni þeirra. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í þessum úrslitaleik sem og öllum öðrum leikjum nema einum. Þeir eru reynslunni ríkari og hafa nú fengið smá smjörþefinn af þessum alþjóðlega bolta og vita nú hvernig þetta virkar.  Haldi þeir áfram að bæta sig og styrkja taka þeir framförum. 

Í lok móts var svo valið 5 manna úrvaslið og áttum við Ísland tvo fulltrúa í því liði. Arnór Sveinsson og Sigvaldi Eggertsson voru báðir valdir í liðið og óskum við þeim og liðinu til hamingju með árangurinn.  Leikskýrslan fannst ekki og því er ekki stigaskor skráð hér.

Texti: Sævaldur

Fréttir
- Auglýsing -