spot_img
HomeFréttirSilfra Sports er ný íslensk ferða-og viðburðarskrifstofa

Silfra Sports er ný íslensk ferða-og viðburðarskrifstofa

 


Nýlega tók til starfa íslensk ferða-og viðburðarskrifstofa að nafni Silfra Sports. Markmið hennar er að bjóða upp á íþróttaferðir til Íslands með áherslu á hópa frá Bandaríkjunum. Silfra Sports mun jafnframt standa fyrir ýmsum íþróttatengdum viðburðum hérlendis og erlendis. 

 

Silfra Sports er einnig opinber samstarfsaðili IMG Academy á Íslandi en IMG Academy, sem staðsett er íBradenton, Flórída, hefur að geyma eitt glæsilegasta æfingasvæði í Bandaríkjunum. Hjá IMG Academy er frábær aðstaða fyrir ýmsar íþróttir svo sem knattspyrnu, körfuknattleik, tennis, golf og frjálsar íþróttir. Atvinnumannalið víða að úr heiminum hafa farið til IMG í æfingabúðir og keppni en má þar nefna Tottenham og Malmo FF. Skólinn hefur einnig gefið af sér NBA stjörnur eins og Dwight Powell og Michael Beasley. Á svæðinu er glæsileg gistiaðstaða, góður matur, stutt er á fallegar strendur og í mikið úrval af afþreyingu. 

 

IMG Academy býður sömuleiðis upp á æfingabúðir fyrir einstaklinga í körfuknattleik, knattspyrnu, tennis og golfi með öflugum þjálfurum við bestu mögulegu aðstæður. Þar er einnig rekinn íþróttamenntaskóli þar sem metnaðarfullir íþróttamenn og konur geta sameinað menntunog daglega íþróttaiðkun.  

Aðstaðan:

Í eigendahópi Silfra Sports má finna Brynjar Benediktsson og Jónu Kristínu Hauksdóttur sem standa einnig á bakvið Soccer and Education USA og Daða Rafnsson sem er fyrrum yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks og aðstoðarþjálfari Jiangsu Suning í Kína. 

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér IMG Academy nánar geta haft samband við Brynjar Benediktsson í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 698-9849

Vefsíða Silfra Sports
 

Fréttir
- Auglýsing -