spot_img
HomeFréttirSigvaldi: Spiluðum vel í dag

Sigvaldi: Spiluðum vel í dag

 

Undir 18 ára lið Íslands vann í kvöld fyrsta leik sinn í B-deild Evrópumótsins, 82-65 gegn Lúxemborg. Liðið þurfti á sigri að halda í dag eftir þrjú svekkjandi töp í byrjun móts. 

 

Ísland var í bílstjórasætinu allan leikinn en stakk algjörlega af í seinni hálflega og sérstaklega í fjórða leikfjórðung. Íslenska liðið lék á allsoddi í fjórða leikhluta þar sem Sigvaldi Eggertsson tróð boltanum til að mynda tvisvar með tilþrifum. Lokastaðan 82-65 fyrir Íslandi og fyrsti sigurinn staðreynd. 

 

Fréttaritari Körfunnar í Makedóníu ræddi við Sigvalda Eggertsson eftir leik í kvöld.

 

Fréttir
- Auglýsing -