spot_img
HomeFréttirSigurvegari treyjuleiksins fundinn

Sigurvegari treyjuleiksins fundinn

Karfan.is í samstarfi við Errea var með leik á Facebook síðu Karfan.is þar sem lesendur voru hvattir til að deila mynd á síðunni og merkja vin í ummæli sem ætti skilið að vinna nýju landsliðstreyjuna. 

 

Þátttakan var gríðarlega góð og tóku nærri 350 manns þátt. Í gærkvöldi var svo dregið úr öllum þátttakendum og er sigurvegarinn því ljós. 

 

Birta Dröfn Jónsdóttir var dregin uppúr hattinum og vann því nýja landsliðstreyju frá Errea. Hún merkti Hjört Hrafn Einarsson í ummæli og því spurning hvort hann fái treyjuna góðu. Við óskum henni til hamingju með vinninginn. Sigurvegarinn er beðinn um að hafa samband við Karfan.is á Facebook til að fá upplýsingar hvar vitja megi verðlaunanna.

 

Fyrir þá sem enn eiga eftir að verða sér út um treyju fyrir EuroBasket þá fæst treyjan hjá Errea í Bæjarlind 14-16 eða á netverslun þeirra. Einnig fæst hún hjá Jóa Útherja og í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Treyjan verður ófáanleg í Helsinki samkvæmt heimildum Karfan.is og því ættu allir stuðningsmenn sem ætla þangað að verða sér út um treyjuna strax í byrjun vikunnar. 

Fréttir
- Auglýsing -