spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaSigurlaus lið börðust í Jaðarsbökkum - Ingimundur Orri aftur með yfir 50...

Sigurlaus lið börðust í Jaðarsbökkum – Ingimundur Orri aftur með yfir 50 stig

ÍA tók í kvöld á móti Stál-úlfi í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum þar sem enn er verið að gera höllina á Vesturgötunni keppnishæfa vegna framkvæmda. Bæði lið höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og því var við hæfi að liðin börðust í bökkum.


Það hefur verið mikið skorað í leikjum ÍA í upphafi tímabilsins og hafa leikir þeirra farið að meðaltali 117-141 á meðan báðir leikir Stál-úlfs höfðu farið 125-143 samtals. Það mátti því búast við að hér mættust lið með sterka sókn og veika vörn á móti liði með veika sókn en sterka vörn.
Eitt var þó öruggt fyrir leikinn, annað liðið myndi í leikslok fagna fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.

Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið um hraðar sóknir og mikið um 3ja stiga skot sem mörg hver fóru ofaní. Hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu og leiddu heimamenn í hálfleik 70-64. Ekki lokatölur heldur hálfleikstölur á NBAkranesi.

Seinni hálfleikur var með sama móti, mikill hraði og mikið skor og óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn, þótt frítt hafi verið inn. Stál-Úlfs mönnum gekk illa að brjótast í gegnum vörn ÍA í leiknum og skók það sigurinn hjá heimamönnum en lokatölur leiksins 143-124 sigur ÍA.

Stigahæstur í liði ÍA var Ingimundur Orri með 59 stig en þetta er annar leikurinn í röð sem hann skorar 50 stig eða meira. Chaz kom svo á hæla hans með 51 stig.

Hjá Stál-Úlfi var Arvydas stigahæstur með 31 stig og Sindri Leví, sem var að leika gegn sínum gömlu félögum, var næstur með 22 stig.

Fyrstu sigurinn hjá Skagamönnum á tímabilinu en ÍA tefla fram mjög ungu liði í vetur í bland við nokkra eldri reynslubolta og verður spennandi að sjá hvernig þetta tímabil á eftir að ganga hjá þeim.

Leitin að fyrsta sigrinum heldur áfram hjá Stál-úlfi en hann á eftir að koma.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / HGH

Mynd / Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -