spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSigurkarl tekur sér frí frá körfubolta

Sigurkarl tekur sér frí frá körfubolta

ÍR sem komst í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla hafa orðið fyrir nokkurri blóðtöku frá því að liðið tapaði titlinum til KR fyrr á árinu. Ljóst er að fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð Sigurkarl Róbert Jóhannesson mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð.

Þetta staðfesti Sigurkarl í samtali við Körfuna fyrr í dag en hann hefur tekið sér ótímabundið frí frá körfubolta. Sigurkarl er 21. árs og uppalinn hjá Breiðholtsfélaginu.

Hann var með 5,6 stig og 2,6 fráköst að meðaltali fyrir ÍR á nýliðinni leiktíð í 37 leikjum. Sigurkarl var fyrirliði ÍR sem komst í úrslitaeinvígi Dominos deildarinnar en hann setti eftirminnilega flautukörfu í þriðja leik einvígisins í DHL höllinni. Til gamans má geta að Sigurkarl varð Íslandsmeistari í Stinger árið 2013.

ÍR hefur orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku í sumar en liðið hefur misst Matthías Orra Sigurðarson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Hákon Örn Hjálmarsson. Breiðhyltingar hafa þó tryggt sér þjónustu Arnórs Hermannssonar frá Breiðablik.

Fréttir
- Auglýsing -