spot_img
HomeFréttirSigurgöngu BC Boncourt lauk í gær

Sigurgöngu BC Boncourt lauk í gær

10:57

{mosimage}

Helgi Már Magnússon var næst stigahæstur BC Boncourt manna í gær þegar liðið lá á útivelli 73-87 gegn tékkneska liðinu Brno í FIBA EuroCup Challenge. Helgi skoraði 16 stig í leiknum og byrjaði inná. Afleitur leikur í öðrum leikhluta var stærsta orsök tapsins en í þeim leikhluta skoraði Boncourt aðeins 4 stig gegn 25 stigum Tékkanna.

Boncourt hefur unnið einn leik í riðlinum en á enn fræðilega möguleika á að komast áfram þó þeir séu mjög litlir.

Tölfræði

[email protected]

Mynd: Roger Meier

Fréttir
- Auglýsing -