spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurgangan heldur áfram - Sex í röð hjá Grindavík

Sigurgangan heldur áfram – Sex í röð hjá Grindavík

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram er liðið lagði granna sína úr Keflavík í HS orku höllinni í sjöttu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 104-92.

Grindavík til þessa unnið alla sex leiki sína í deildinni, en Keflvíkingar unnið fjóra og tapað tveimur.

Keflvíkingar voru skrefinu á undan í upphafi leiks, en eftir þann fyrsta er Grindavík búið að snúa því við og eru tveimur stigum á undan. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Grindavík að bæta aðeins í, fara mest þrettán stigum yfir, en munurinn þó aðeins sex stig Grindavík í vil þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Gestirnir úr Keflavík ná að halda þessu í leik í byrjun seinni hálfleiksins og ná loks undir lok þess þriðja að jafna leikinn aftur í fyrsta skipti aftur síðan í lok fyrsta fjórðungs. Grindavík þó enn tveimur stigum á undan fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða fær Grindavík fleiri skot til að detta fyrir sig heldur en Keflavík og er leikurinn ekki spennandi undir lokin. Keflavík þó ekki langt undan, en niðurstaðan 104-92 sigur heimamanna.

Stigahæstir fyrir Grindavík í leiknum voru DeAndre Kane með 24 stig og Ólafur Ólafsson með 20 stig.

Fyrir Keflavík var stigahæstur Craig Moller með 19 stig og Darryl Morsell bætti við 17 stigum.

Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta

Tölfræði leiks

Grindavík: Deandre Donte Kane 24/8 fráköst/10 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/7 fráköst, Daniel Mortensen 18/7 fráköst/3 varin skot, Jordan Semple 18/8 fráköst, Khalil Shabazz 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6/4 fráköst, Arnór Tristan Helgason 1/4 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Isaiah Coddon 0, Unnsteinn Rúnar Kárason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Ragnar Örn Bragason 0.


Keflavík: Craig Edward Moller 19/8 fráköst, Darryl Latrell Morsell 17/6 fráköst, Hilmar Pétursson 14, Egor Koulechov 12/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12, Jaka Brodnik 11/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 4, Valur Orri Valsson 3, Eyþór Lár Bárðarson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0, Viktor Magni Sigurðsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -