spot_img
HomeFréttirSigurgangan heldur áfram hjá Dallas og Boston

Sigurgangan heldur áfram hjá Dallas og Boston

Heitustu lið NBA Dallas og Boston unnu leiki sína í nótt og er sigurganga þeirra 12 og 10 leikir. Dallas lagði Utah í hörkuleik á meðan grænir áttu í engum vandræðum með Charlotte.
Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas lagði Utah 103-97 í flottum leik. DeShawn Stevenson bætti við 17 stigum fyrir Dallas en hjá Utah var Deron Williams með 34 stig og Paul Millsap setti 16.
 
Boston fór létt með Charlotte á heimavelli síðar nefnda liðsins 62-93. Ray Allen og Glen Davis voru með 16 stig hver fyrir Boston en hjá Charlotte var Nazr Mohammad með 14 stig og Stephen Jackson 13. Er þetta nægst lægsta stigaskor Charlotte frá upphafi en það lægsta sem þeir hafa skorað í einum leik er 59 stig en það kom einmitt einnig á móti Boston árið 2008.
 
Toronto vann Detroit 116-120 og settu um leið félagsmet. Toronto var um tíma 25 stigum undir í seinni hálfleik en náðu að vinna upp muninn og hafa sigur. Er þetta met hjá Toronto en þeir hafa aldrei unnið upp eins stóran mun.
 
Hjá Toronto var Jerryd Bayless með 31 stig og þeir Andrea Bargnani og Leandro Barbosa skoruðu 22 stig. Fyrir Detroit voru þeir Rodney Stuckey og Ben Wallace með 23 stig hovr.
 
Önnur úrslit:
L.A. Clippers – Memphis 83-84
Atlanta-Indiana 97-83
Chicago – Minnesota 113-82
Houston-Cleveland 110-95
Sacramento-Miami 83-104
 
Mynd: Dirk Nowitzki og félgar hans í Dallas eru óstöðvandi þessa dagana.
Fréttir
- Auglýsing -