spot_img
HomeFréttirSigurganga undir 20 ára kvenna á Evrópumótinu í Craiova heldur áfram -...

Sigurganga undir 20 ára kvenna á Evrópumótinu í Craiova heldur áfram – Taplausar og öruggar í 8 liða úrslitin

Sigurganga undir 20 ára kvennaliðs Íslands á Evrópumótinu í Craiova hélt áfram í dag er liðið lagði Búlgaríu með 11 stigum, 75-64.

Liðið hefur því unnið þrjá fyrstu leiki riðlakeppninnar, en áður höfðu þær lagt Austurríki og Slóvakíu. Ísland hefur því tryggt sig áfram í 8 liða úrslit keppninnar, en efstu tvö lið hvers riðils fara áfram.

Leikur dagsins gegn Búlgaríu var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleiknum. Þar sem aðins stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 17-16 og í hálfleik, 34-33. Íslenska liðið náði þó góðum tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og ná að fara með 15 stiga forystu inn í lokaleikhlutann, 57-42. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla að lokum nokkuð sterkum 11 stiga sigur í höfn, 75-64.

Emma Theódórsson var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag með 17 stig og 14 fráköst. Henni næst var Agnes María Svansdóttir með 18 stig, 5 fráköst og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilaði 18 stigum og 3 stolnum boltum.

Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er komandi þriðjudag 1. ágúst gegn Noregi.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -