spot_img
HomeFréttirSigurganga TCU stöðvuð í Utah

Sigurganga TCU stöðvuð í Utah

11:08
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir) 

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í TCU háskólaliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir efsta liðinu Mountain West deildinni í nótt 68-53 í Salt Lake City. TCU hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn, en lið Utah hefur ekki tapað leik í vetur. Þetta kemur fram á www.visir.is  

Helena lék nær allan leikinn með liði TCU og var þriðja stigahæst í liðinu með 9 stig og hitti úr 2 af 3 þristum sínum í leiknum. Hún hirti auk þess 6 fráköst og stal tveimur boltum.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -