spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSigurganga Hilmars Smára og Valencia stöðvuð í Llíria

Sigurganga Hilmars Smára og Valencia stöðvuð í Llíria

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia töpuðu í kvöld fyrir liði Refitel Baquet Llíria í spænslu EBA deildinni, 63-53. Fyrir leik kvöldsins hafði Valencia unnið alla 9 leiki sína í deildinni, en þeir eru eftir sem áður í efsta sæti E-A hluta deildarinnar.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Hilmar 6 stigum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -