spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSigurganga Hilmars Smára og Valencia heldur áfram í EBA deildinni á Spáni

Sigurganga Hilmars Smára og Valencia heldur áfram í EBA deildinni á Spáni

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia héldu sigurgöngu sinni áfram í EBA deildinni á Spáni í dag þegar að liðið lagði Nbtorrent, 72-97. Valencia á toppi E-A hluta deildarinnar, það sem af er unnið þrettán leiki og tapað aðeins einum.

Á rúmri 21 mínútu spilaðri í dag skilaði Hilmar Smári átta stigum, fjórum fráköstum og tveimur stoðsendingum. Næsti leikur Valencia er gegn b liði TAU Castelló þann 23. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -