spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSigurganga Hilmars og Valencia heldur áfram í EBA deildinni á Spáni

Sigurganga Hilmars og Valencia heldur áfram í EBA deildinni á Spáni

Hilmar Smári Henningsson og félagar í unglingaliði Valencia unnu Picken Claret í kvöld í spænsku EBA deildinni, 93-61. Eftir leikinn er Valencia sem fyrr í efsta sæti E-A hluta deildarinnar með 7 sigra og ekkert tap það sem af er tímabili.

Hilmar var sem áður atkvæðamikill fyrir liðið í kvöld. Á rúmum 20 mínútum spiluðum skilaði hann 16 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -