spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurganga Grindvíkinga heldur áfram - Blikar tapað sex í röð

Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram – Blikar tapað sex í röð

Grindavík lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 20. umferð Subway deildar karla, 103-112.

Eftir leikinn er Grindavík í 6. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Blikar eru í 8. sætinu með 16 stig.

Grindavík leiddi leik kvöldsins frá fyrstu mínútum vel inn í fjórða leikhlutann. Mest með tæpum 20 stigum. Blikar gera þó ágætlega að komast inn í og jafna leikinn í lokaleikhlutanum, en þá náði Grindavík aftur að skapa sér forystu fyrir lokamínúturnar, sem vorunokkuð spennandi þó þeir hafi unnið leikinn að lokum með 9 stigum, 103-112.

Atkvæðamestur fyrir Grindavík í leiknum var Ólafur Ólafsson með 30 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir heimamenn í Blikum var það Everage Richardson sem dró vagninn með 21 stigi, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Sigurinn þýðir að Grindvíkingar eru með öllu öruggir í úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði, en Blikar, sem byrjuðu tímabil af miklum krafti hafa nú tapað sex leikjum í röð og eru á hraðri niðurleið út úr úrslitakeppnismyndinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -