spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSigurganga Fjölnis heldur áfram

Sigurganga Fjölnis heldur áfram

Í Laugardalnum áttust við Ármann og Fjölnir í kvöld. Heimavöllur Ármenninga, Laugadalshöllin, er frábært hús að til að leika í  körfubolta og eitt það besta til að taka ljósmyndir.  Þarna er birtan þannig að allir á vellinum skína!

Fjölnir leiddi allan leikinn ef frá eru taldar örfáar mínútur í öðrum leikhluta er Ármenningar áttu gott áhlaup og komust yfir, en sú forysta varði stutt og var Fjölnir var 3 stigum yfir í hálfleik 46-49.

Það voru frískari Fjölnismenn sem mættu til seinni hálfleiks og Ármenningar áttu hvorki svör við hröðum sóknarleik gestanna og voru á sama tíma að missa auðveld skot. Forsysta gestanna jókst með hverri mínútu og  var lengst af milli 20 og 30 stig.

Umgjörð Ármenninga var skemmtileg og til eftirbreyttni. Þeir voru með unga leikmenn er tóku þátt í kynningu leikmanna og þeir voru síðan með sýningu í leikhlé. Það er frábært að gefa ungum krökkum sviðið á leikjum meistarflokka og þeir skemmtu líka áhorfendum með sinni leikni.

Lokatölur leiksins voru  77-105

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -