Níundu umferðinni í Euroleague lauk í gærkvöldi með sjö leikjum þar sem sigurganga Barcelona hélt áfram. Barcelona mættu Asvel Basket á útivelli og höfðu öruggan 64-90 sigur á gestgjöfum sínum. Juan Carlos Navarro var atkvæðamestur í liði Barcelona með 15 stig og 4 stoðsendingar. Ali Traore gerði 19 stig í liði Asvel og tók 4 fráköst.
Úrslit gærkvöldsins í Euroleague:
Zalgiris Kaunas vs. Cibona 68-61
Asvel Basket vs. Regal Barcelona 64-90
Efes Pilsen vs. Olympiacos 85-93
Unicaja vs. Entente Orleanaise 72-88
Maccabi Electra vs. Lottomatica 79-59
Union Olimpija vs. CSKA Moscow 77-80
BC Khimki vs. AJ Milano 79-63
Ljósmynd/ Navarro hefur verið að standa sig vel í herbúðum Barcelona í Euroleague með 13,9 stig að meðaltali í leik.



