spot_img
HomeFréttirSigurður verður áfram með Keflavík

Sigurður verður áfram með Keflavík

21:31
{mosimage}

(Sigurður við undirskriftina ásamt Margeiri Elentínussyni sem nýverið gerðist formaður KKD Keflavíkur) 

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, Íslandsmeistara karla í körfuknattleik, skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta, www.vf.is  

Hann tók þar með af allan vafa um framtíð sína en vitað var að fleiri lið í deildinni höfðu sýnt því áhuga að njóta starfskrafta hans, enda einn sigursælasti þjálfari síðustu ára. 

Við sama tilefni skrifuðu sjö leikmenn undir nýja tveggja ára samninga við liðið, þar á meðal þeir Jón Norðdal Hafsteinsson og Þröstur Leó Jóhannsson. 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -