spot_img
HomeFréttirSigurður: Treysti því að Hólmarar fjölmenni

Sigurður: Treysti því að Hólmarar fjölmenni

13:00 

{mosimage}

 

(Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells)

 

Snæfellingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar en fyrr á þessari leiktíð urðu þeir bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins og nú er spurningin sú. Eru Snæfellingar saddir eða eru þeir komnir á bragðið. Karfan.is náði tali af Sigurði Þorvaldssyni en hann hefur gert að jafnaði 14,3 stig í leik með Snæfellingum í deildinni í vetur og segir hann Snæfellsliðið eiga ótrúlega mikið af stuðningsmönnum út um land allt.

 

,,Sóknin er hafin í stærsta titilinn. Við mætum klárir til leiks í dag því við vitum að við spiluðum frekar illa síðustu leikina í deildinni og það er eitthvað sem við höfum verið að laga að undanförnu,” sagði Sigurður og vonar að Hólmarar fjölmenni í Ljónagryfjuna í dag.

 

,,Við eigum ótrúlega mikið af stuðningsmönnum um land allt og ég vona að það verði mikið af Hólmurum á leiknum í dag. Ég treysti því að fólk fjölmenni eins og það gerði t.d. í Laugardalshöll þegar við urðum bikarmeistarar,” sagði Sigurður en hann telur að það lið sem mæti klárt í einvígið fari með sigur af Hólmi.

 

,,Njarðvík og Snæfell unnu sína heimaleiki gegn hvoru öðru í deildinni en núna er þetta bara spurning um hvort liðið mæti klárt til leiks og það mun ráða úrslitum í jöfnu einvígi,” sagði Sigurður.

 

Njarðvík-Snæfell kl. 16:00

Ljónagryfjan í Njarðvík í dag

Bein útsending hjá Stöð 2 sport frá leiknum

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -