Snæfell pakkaði Fjölni saman í Stykkishólmi í gærkvöldi þegar liðin mættust í Domino´s deild karla. Stigin tvö komu ekki að kostnaðarlausu fyrir Sigurð Á. Þorvaldsson leikmann Snæfells sem þurfti að sauma átta spor eftir samstuð við Isaac Miles leikmann Fjölnis.
Lokatölur í Stykkishólmi í gær voru 108-77 fyrir Snæfell þar sem Sigurður gerði 4 stig og tók 5 fráköst á 16 mínútum. Meðfylgjandi mynd setti Sigurður inn á Twitter-síðu sína í gær og ljóst að þetta verður hinn myndarlegasti ,,sjæner.”



