spot_img
HomeFréttirSigurður Þorsteinsson: Þetta er tímabilið okkar!

Sigurður Þorsteinsson: Þetta er tímabilið okkar!

23:54
{mosimage}

(Sigurður átti enn einn stórleikinn með Keflavík í kvöld)

,,Það þýðir ekkert annað en að láta finna fyrir sér,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson miðherji Keflavíkur í samtali við Karfan.is eftir sigur Keflvíkinga á Njarðvík í kvöld, 92-104. Sigurður átti glæstan leik með Keflvíkingum en Ísfirðingurinn setti 20 stig og tók 15 fráköst í leiknum.

,,Þetta er bara tímabilið okkar, það er bara svoleiðis, það er að byrja núna. Við fengum Jesse Rosa til okkar og var það kærkomið þar sem Þröstur Leó er meiddur. Jesse kemur inn og stendur sig eins og hetja, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Sigurður en Jesse Rosa gerði 44 stig í kvöld fyrir Keflavík og tók 11 fráköst. Hvað um Þröst? Verður hann með Keflavík í undanúrslitum?

,,Já já, hann verður flottur, ég trúi ekki öðru en að hann harki af sér meiðslin og verði með,“ sagði Sigurður en hvað með Ísfirðinginn sjálfan. Ætlar hann að bjóða upp á tvennur í þeim leikjum sem eftir eru?

,,Ísafjarðartröllið er mætt,“ svaraði kappinn kátur í bragði og hélt inn í fagnaðarlætin með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -