spot_img
HomeFréttirSigurður: Þeir settu niður stóru skotin

Sigurður: Þeir settu niður stóru skotin

 
,,Stemmningin í húsinu var frábær í allan dag og það gekk allt upp nema eina sem vantaði var að við hefðum sigrað,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir 83-89 tap liðsins gegn Keflavík í fjórða undanúrslitaleik liðanna. Njarðvíkingar eru nú komnir í sumarfrí þar sem Keflavík vann einvígið 3-1.
,,Við vorum ansi nálægt þessu en Keflavík setti niður stór skot í lokin og ég hefði viljað fá fleiri leikmenn með mér í sóknarleikinn því það voru nokkrir sem spiluðu ekki nægilega góðan sóknarleik, nokkrir sem hefðu getað gert betur,“ sagði Sigurður en nýting Njarðvíkinga á heimavelli var fremur slök framan af leik gegn sterkri vörn Keflavíkur en hún skánaði lítið eitt er leið á leikinn.
 
,,Þeir settu stóru skotin í restina en við ekki og maður skapar sína eigin heppni, það er nú þannig en við vorum nálægt því og ég hélt að við myndum hafa þetta en því miður,“ sagði Sigurður en er hann farinn að hugsa eitthvað lengra í starfinu sínu?
 
,,Nei nei, ekki neitt, ég var bara að hugsa um þennan leik og var á leiðinni í þann næsta og er bara svekktur núna yfir því að það hafi ekki gengið eftir,“ sagði Sigurður sem tók við stjórn Njarðvíkurliðsins af Val Ingimundarsyni, bróður sínum, skömmu áður en yfirstandandi leiktíð hófst.
 
Fréttir
- Auglýsing -