spot_img
HomeFréttirSigurður: Þarna fer fram hágæðaleikur

Sigurður: Þarna fer fram hágæðaleikur

Sigurður Ingimundarson verður með Keflavíkurkonur í Stykkihólmi í dag þegar liðið leikur til undanúrslita í Poweradebikar kvenna gegn Snæfell. Leikurinn hefst kl. 15:00 en það lið sem hefur sigur í dag mætir Val í bikarúrslitum í Laugardalshöll þann 16. febrúar næstkomandi.
 
,,Þetta er leikur sem Keflavíkurliðið ætlar sér að vinna og er nokkuð víst að þarna fer fram hágæðaleikur,” sagði Sigurður við Karfan.is og er hvergi banginn þrátt fyrir öflugan heimavöll Hólmara.
 
,,Þó svo að Snæfell spili á heimavelli þá eru svona leikir þannig að leikmenn hugsa ekkert um það þegar að knettinum hefur verið kastað,” sagði Sigurður en við reyndum líkt og við Ágúst og Hallgrím í gær að fá nasaþefinn af áherslum Keflavíkur fyrir leikinn í dag.
 
,,Okkar leikur mun verða spilaður svipað og við höfum gert í vetur, þó svo að vissulega eru áherslur sérstaklaga á veikleika Snæfells.”
  
Fréttir
- Auglýsing -